Prenta

Fyrsti sumardagur

Ritað .

Í dag skín sól og páskahretið vonandi afstaðið. Börnin taka góða veðrinu fagnandi og leika sér kát og glöð á skólalóðinni.
Á morgun er sumardagurinn fyrsti, kærkominn dagur á Íslandi og frí í skólum.

Prenta

Heilsuhlaðborð

Ritað .

Í dag var síðasti dagur heilsuvikunnar.
Nemendur í 1. – 7. bekk höfðu nestistímann með eilítið öðru sniði en venjulega. Allir komu með niðurskorna ávexti eða grænmeti að heiman og lögðu á sameiginlegt borð. Útkoman varð glæsilegt og girnilegt hlaðborð sem nemendur gerðu góð skil eins og sjá má á myndunum.

Myndir

Prenta

Boðsundkeppni

Ritað .

Boðsundkeppni grunnskólanna var haldin þriðjudaginn 8. apríl í Laugardalslauginni. Íslandsbanki gaf keppendum handklæði og komu þau að góðum notum.

Nemendur Breiðholtsskóla stóðu sig með mikilli prýði þó þeir kæmust ekki í úrslit að þessu sinni.

Myndir

Prenta

Skólahreysti 2014

Ritað .

Breiðholtsskóli tók þátt í Skólahreysti þann 27. mars sl. Fyrir hönd Breiðholtsskól kepptu þau Eyrún Inga Sigurðardóttir í armbeygjum og hreystigreip, Sveinn Brynjar Angarsson í upphífum og dýfum og Elíana Sigurjónsdóttir og Starri Snær Valdimarsson í hraðaþraut. Varamenn voru Díana Sif Gunnlaugsdóttir, Lára Sóllilja Óskarsdóttir og Elvar Smári Clausen Einarsson. Breiðholtsskóli hafnaði í 2. sæti. Myndir
Sjá fleiri myndir á Skólahreystisíðu Landsbankans, styrktaraðila keppninnar.

Prenta

Heilsuvika og hafragrautur

Ritað .

Dagana 7.-11. apríl stendur yfir heilsuvika í Breiðholtsskóla. Boðið er upp á hafragraut á milli kl: 8:00 - 8:25 og hafa margir nemendur nýtt sér boðið og borðað grautinn sinn með bestu lyst. Allir bekkir stunda einhverja hreyfingu á hverjum degi og því mikilvægt að nemendur komi klæddir eftir veðri.
Föstudaginn 11. apríl endum við heilsuvikuna á grænmetis- og ávaxtahlaðborði fyrir alla.
Myndir

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn