Prenta

Jólakveðja

Ritað .

Jólaveður - mynd eftir Nadíu í 5.OGG
Jólaveður eftir Nadíu í 5.OGGStarfsfólk Breiðholtsskóla sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um
gleðileg jól og farsælt nýtt ár
með þökk fyrir samstarfið á árinu.
Skóli hefst á ný mánudaginn 5. janúar 2015 samkvæmt stundatöflu.

Prenta

Jólaball 18. desember

Ritað .

Jólaball fyrir nemendur í 8. 9. og 10. bekk verður 18. desember. Húsið opnar kl. 19.30 og lokar kl.20.00. Ballinu lýkur kl. 22.00. Þeir sem mæta á ballið fá frí 19. desember.

Prenta

Jólahangikjöt

Ritað .

Jólahangikjöt í BreiðholtsskólaÍ gær var hátíðarmáltíð á boðstólnum í skólanum fyrir alla, nemendur og starfsmenn. Að sjálfsögðu var boðið upp á jólahangikjöt með öllu tilheyrandi. Kennarar og aðrir starfsmenn þjónuðu nemendum til borðs í viðeigandi búningum með rauðar svuntur og jólasveinahúfur. Eins voru margir nemendur klæddir rauðu og setti þetta allt skemmtilegan svip á borðhaldið. Myndir

Prenta

Galdrakarlinn í OZ

Ritað .

Áhorfendabekkir voru þéttsetnir í hátíðarsalnum í dag er leiklistarsmiðja í 3. bekk sýndi útgáfu sína af Galdrakarlinum í Oz. Á sýninguna var börnum úr leikskólunum þremur í hverfinu boðið, þ.e. Arnarborg, Bakkaborg og Fálkaborg. Allir skemmtu sér vel og fögnuðu leikurunum í lokin.
Næstkomandi þriðjudag ætla smiðjubörnin að bjóða foreldrum sínum og skólafélögum úr 1. – 3. bekk að koma og sjá sýninguna sem verður kl. 11:00.

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn