Prenta

Vorhátíð

Ritað .

Foreldrafélag Breiðholtskóla stóð fyrir hinni árlegu vorhátíð um síðustu helgi. Mikil gleði ríkti og mæting var góð. Við viljum þakka bæði foreldrum og unglingum kærlega fyrir þeirra framlag því viðburður sem vorhátíð gleður litlu hjörtun okkar og bætir skólabraginn. Allir gátu fengið gott í gogginn, boðið var uppá dans- og söngatriði og ekki má gleyma veltibíl, klifurtækjum af ýmsum gerðum og ýmsum júdóbrögðum. Skólahljómsveitin gerði síðan stormandi lukku þegar hún marseraði inn á skólóðina. Bestu þakkir til allra sem lögðu okkur lið. Myndir

Prenta

Vorskóli

Ritað .

IMG 5271 IMG 5290

Vorskóli var þann 19. og 20. maí þar sem verðandi nemendur 1. bekkjar næsta skólaár komu til okkar og fengust við ýmisleg verkefni á meðan foreldrar þeirra fengu kynningu á skólastarfinu. Það var mikil gleði og ánægja hjá þessum flottu börnum og verður gaman að fá þau hingað til okkar í Breiðholtsskóla.
Einn hópur nemenda í 1. bekk las úti í góða veðrinu, já það er hægt að lesa allsstaðar;-)

Prenta

Próftöflur í unglingadeild

Ritað .

Nemendur 10. bekkjar hafa þegar lokið prófum og vinna þeir nú að lokaverkefni í upplýsingaveri.
Kennt verður samkvæmt stundatöflu til og með 9. júní. Skólaslit verða 10. júní.

Prenta

Hvalasafnið heimsótt

Ritað .

Nemendur í 4. bekk fóru að skoða Hvalasafnið. Það var mikil upplifun að sjá stærð hvalanna og voru nemendur áhugasamir um að lesa og skoða það sem fyrir augu bar. Ferðin var farin í tengslum við verkefnavinnu nemenda um hvali. Undanfarið hafa þeir verið að safna ýmsum fróðleik og í samvinnu við tölvu- og upplýsingaver sett saman glærukynningu.
Sjá myndir frá heimsókninni

Prenta

Úrslit í Skólahreysti 2015

Ritað .

Skólahreysti á heimasíðu LandsbankansMyndasöfn frá Skólahreysti eru á heimasíðu Landsbankans, bæði frá undankeppninni og úrslitunum.

Sjá hér

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn