• mynd3
  • mynd6
  • Mynd5
  • mynd2
  • mynd8
  • mynd1
  • Mynd7
  • Mynd4

vefpostur 1

namsval 1

Frábærar öndvegisbúðir

Frábærar öndvegisbúðir

Í gær og í dag voru  starfræktar öndvegisbúðir  í 6. og 7. bekk í öllum Breiðholtsskólunum fimm. Breiðholtsskóli var svo heppinn að fá liðsmenn Háskólalestarinnar í heimsókn. og var áherslan á lifandi vísindamiðlun með  fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum.

Lesa >>


Sterk liðsheild

Sterk liðsheild

Þorgrímur Þráinsson kom í Breiðholtsskóla í dag og hélt fyrirlestur fyrir nemendur í 4.- 6. bekk og 7. - 9. bekk. Fyrirlesturinn nefndist STERK LIÐSHEILD -- hvað getum við lært af landsliðinu í Frakklandi? Hann sýndi myndir og myndbönd af því sem gerðist á bak við tjöldin í Frakklandi og útskýrði hvers vegna landsliðið í knattspyrnu náði svo góðum árangri. Þorgrímur benti líka nemendum á að þeir eru líka lið (bekkur), með þjálfara (kennara), aðstoðarmenn (foreldra, systkini etc) og að nemendur gætu líka verið fyrirliðar (leiðtogar) með því að leggja sig fram.

Lesa >>


Friðarhlaup

Friðarhlaup

Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fram fer um allan heim. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.  Markmið hlaupsins er að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins. Á hverju ári heimsækir Friðarhlaupið fjölda skóla í yfir 100 löndum. Öll börn sem hlaupið heimsækir fá að halda á Friðarkyndlinum og verða þar með fullgildir meðlimir í Friðarhlaupsliðinu. Fulltrúar Friðarhlaupsins heimsóttur 6 bekk  og var það vel heppnað.

Lesa >>


Ávaxta- og/eða mjólkuráskrift

Ávaxta- og/eða mjólkuráskrift

Nemendum Breiðholtsskóla býðst áskrift að ávöxtum og mjólk. Ávextirnir eru bornir fram niðusrkornir í skál og mjólk er borin fram í könnu. Nemendum sem eru í áskrift er heimilt að fá sér eins mikið af áfvöxtum og mjólk og þeir vilja. Gjald fyrir áskrift af ávöxtum er 2400 kr. á mánuði og mjólkuráskrift kostar 800 kr. á mánuði.

Lesa >>


Nordlinien, samnorrænt verkefni

Nordlinien, samnorrænt verkefni

Í haust var 9. bekk í Breiðholtsskóla boðið að taka þátt í samnorrænu verkefni. Að verkefninu komu 20 nemendahópar frá Danmörku, Færeyjum og Íslandi ásamt kennaranemum á Grænlandi. Verkefnið hófst með að allir kennararnir hittust um helgi í Norræna húsinu í Reykjavík og undirbjuggu verkefnið. Nemendum var deilt í hópa og fengu vinabekki. Hóparnir leystu síðan verkefni á netinu sem fjölluðu um Norðurlöndin. Nemendur gerðu kynningar um sig, skólana sína og umhverfið og deildu með vinabekkjunum á lokuðu svæði á google+. 

Lesa >>


Skoða eldri fréttir