Prenta

Dagur náttúrunnar

Ritað .

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. sept. ár hvert. Við í skólanum brugðumst við hvatningu um að staldra við á þessum degi, njóta náttúrunnar, virða hana fyrir okkur, velta fyrir okkur fjölbreytileikanum og átta okkur á gildi hennar og mikilvægi þess að hlúa að henni.
Þema dagsins í Breiðholtsskóla var „náttúran í nærumhverfi okkar“ Nemendur skólans tóku þátt í fjölbreyttum verkefnum í tilefni dagsins og nutu útiverunnar í góða veðrinu. Unglingadeildarnemendur tóku tíu áskorunum frá kennurum um að kanna náttúruna í Elliðaárdal og skiluðu síðan niðurstöðum á tölvutæku formi. Myndir

Prenta

Allir út að ganga

Ritað .

Átak Göngum í skólann hófst í morgun með því að allir nemendur ásamt starfsfólki skólans gengu saman Bakkahringinn. Þann 8. október verður verkefninu lokað með samskonar göngu.
Nemendur eru hvattir til að ganga eða hjóla í skólann. Útbúnir hafa verið þrír trjástofnar, einn fyrir hvert aldursstig. Nemendur munu þessa viku keppast við að skrýða stofnana laufum. Hver nemandi setur eitt laufblað á stofninn á dag, grænt fyrir að ganga eða hjóla og rautt ef þeir koma akandi.  Nýtum haustið til að vekja athygli á hreyfingu og öryggi barna á leiðinni í skólann. Myndir

Prenta

Göngum í skólann 2014

Ritað .

Gongum í skólann 2014Breiðholtsskóli mun taka þátt í verkefninu Göngum í skólann 2014 sem hefst miðvikudaginn 10. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október.
Við hvetjum alla, nemendur, starfsfólk og foreldra til að sýna verkefninu áhuga, vera dugleg að taka þátt þessar vikur og standa sig fyrir hönd skólans. Sjá bréf til forráðamanna
Skoðið heimasíðu verkefnisins

Prenta

Námskynningar

Ritað .

Foreldrum/forráðamönnum er boðið á kynningarfund í skólanum. Þar munu umsjónarkennarar kynna námsefnið og skólastarfið.
Fundirnir hefjast kl. 8:30 og standa til kl. 9:50.
Fundardagar verða sem hér segir:
2. bekkur - fimmtudagur   4. september 
4. bekkur - föstudagur       5. september
3. bekkur - mánudagur     8. september
1. bekkur - fimmtudagur 11. september
5. bekkur - föstudagur     12. september
6. bekkur - miðvikudagur 10. september
7. bekkur - miðvikudagur 17. september
                      Nemendur 1. - 7. bk. mæti samkvæmt stundatöflu (smiðjur).
8. - 10. bekkur - þriðjudagur 9. september
                      Nemendur unglingadeilda mæti kl. 10:10 þann dag.

Kennarar munu senda foreldrum nánari upplýsingar um staðsetningu kynninga.

Prenta

Lestur

Ritað .

Í IMG 3824Breiðholtsskóla leggjum við mikla áherslu á að allir lesi sem mest og á safni skólans er mikið úrval af skemmtilegum bókum. Ibtisam er í "Drekaklúbbnum" og er orðin drekameistari af 1. og 2. gráðu. Hún á eftir að ljúka 3. gráðunni þar sem erfiðustu bækurnar um dreka eru. Allir eru velkomnir í drekaklúbbinn til að lesa bækur um dreka.

Við hvetjum líka foreldra til að lesa með börnunum sínum og lesa líka fyrir þau.

 

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn