Prenta

Góð gjöf - sérkennslugögn

Ritað .

Styrktarfélag barna með einhverfu hefur fært skólanum rausnarlega gjöf. Félagið stóð fyrir söfnun sem fór fram með átakinu ,,Blár apríl” og með áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni. Safnað var fyrir sérkennslugögnum fyrir börn með einhverfu á yngsta stigi grunnskóla. Sérkennslugögnin sem voru afhent eru kúlusessur og heyrnarhlífar. Hópur barna úr 2. bekk veitti gjöfinni viðtöku. Við færum styrktarfélaginu bestu þakkir fyrir.

Prenta

Íslenskuverðlaunin 2014

Ritað .

Íslenskuverðlaun 2014 - Halldóra, Eldar, DafinaÍslenskuverðlaun unga fólksins voru veitt í áttunda sinn sl. föstudag í Norðurljósasal Hörpu. Markmiðið er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu. Verðlaunin eru veitt nemendum sem náð hafa góðum árangri í íslensku. Sérhver grunnskóli í Reykjavík getur tilnefnt þrjá nemendur. Þeir nemendur úr Breiðholtsskóla sem hlutu verðlaunin eru: Eldar Máni Gíslason 10. bk., Dafina Elshani 7. bk, og Halldóra Valdís Valdimarsd. 4. bk. Við óskum þeim innilega til hamingju! Myndir 

Prenta

Tröllin mín stór og smá

Ritað .

Barnadeildir Unglingadeildir Dagskrá á sal Tröllahellir í sundlaug

Þemadögum lauk í gær með sýningu á afrakstri alls þess sem nemendur unnu. Þema daganna var þjóðsögur með sérstakri áherslu á tröll og tröllasögur. Margvísleg vinna fór fram í öllum árgöngum og óhætt að segja að nemendur hafi lagt mikinn metnað í vinnu sína. Mörg listaverkin urðu til og tjáningarmátarnir margvíslegir allt frá stuttmyndum til tröllaleikja í sundlaug. Fjölbreytileikann má sjá á yfirlitinu hér fyrir neðan.

Prenta

Skákmót

Ritað .

skakmNæstkomandi fimmtudag 20.11. verður stúlknaskákmót skólans haldið í stofu 40 og 41 ( tvíburaskúrum) kl 16:00. Keppt verður um bikar sem Þorvaldur Óskarsson fyrrverandi skólastjóri skólans gaf við starfslok. Vildi hann með því efla stúlknaskák í skólanum.

Fimmtudaginn 27.11 verður Ássmótið í  skák haldið í stofu 40 og 41( tvíburaskúrum) Þá verður keppt um bikar sem Sigrún Andrewsdóttir og hennar fjölskylda gáfu. Vildi fjölskyldan með því stuðla að öflugu skáklífi  í skólanum. Áss mótið er fyrir bæði drengi og stúlkur. Mótið hefst kl 16:00.

Prenta

Þemadagar í skólanum 12-14. nóvember

Ritað .

trollTröllaþema ræður ríkjum hjá okkur næstu daga. Þar sem unnið er með tröll, þjóðsögur , lög um tröll og líferni þeirra. Tröll gerð úr ýmsum efnivið ásamt heimkynnum þeirra, gerðar sögur, persónulýsingar, dansað sungið og ýmislegt fleira. Einhver afrakstur mun verða eftir þessa vinnu og verður opið hús og sýningar mánudaginn 17. nóvember, tímasetningar koma nánar í vikulok.

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn