• M1
 • M10
 • M11
 • M12
 • M13
 • M14
 • M15
 • M16
 • M17
 • M18
 • M19
 • M2
 • M20
 • M3
 • M4
 • M5
 • M6
 • M7
 • M8
 • M9
vefpostur 1
sendokkurpost 1

Vorhátíð Breiðholtsskóla

Vegleg vorhátíð var haldin í Breiðholtsskóla 17. maí sl. Hátíðin var samstarfsverkefni starfsfólks og foreldrafélags skólans og þótti takast einstaklega vel til. Hægt var að taka þátt í margvíslegum athöfnum eins og að leysa þrautir, búa til vinabönd, fá andlitsmálningu, prófa að fara í veltibíl og að klífa hamar, kynna sér geimferðamiðstöð, tefla, spreyta sig í stærðfræði eða sigla í kajak í sundlaug skólans. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts lék fyrir gesti, nemendur sýndu leikrit í hátíðarsal skólans og boðið var upp á grillaðar pylsur, lax og fleira góðgæti. Fjöldi fólks mætti á vorhátíðina og skemmtu sér konunglega eins og myndirnar bera vitni um. 

 DSC3703   DSC3748   DSC3794  

 DSC3780

 DSC3862   DSC3894

Prenta | Netfang

Dúndrandi trommusláttur

  Síðasta föstudag (6. maí) luku nemendur í 8. bekk við verkefnið Vinir í nýju landi. Mamady frá Gíneu í Vestur-Afríka kom í heimsókn með trommu og krakkarnir kölluðu slagorðin sem þeir höfðu búið til undir dúndrandi trommuslætti. Þetta voru vel heppnuð lok á verkefni.

Prenta | Netfang

Vorskóli í Breiðholtsskóla 25. og 26. maí 2016

Þá fer að koma að vorskólanum sem verður í Breiðholtsskóla miðvikudaginn 25. maí og fimmtudaginn 26. maí Kl;14:00 – 15:30 í kennslustofum á yngri barna gangi . Fyrri daginn mæta nemendur ásamt foreldrum / aðstandenda á sal skólans. Þar sem foreldrar fá fræðslu og kynningu á skólastarfinu á meðan nemendur fara með væntanlegum kennurum árgangsins í stofur 1og 2  á yngri barna gangi. Seinni daginn mæta nemendur með leikskólakennurum sínum. Kveðjur kærastar og hlökkum til að hitta ykkur Gyða deildarstjóri Y-stigs og  sérkennslu og kennararnir.

Prenta | Netfang

Barnamenning í Breiðholtsskóla

Barnamenningarhátíð var haldin í Reykjavík dagana 19.- 24. apríl 2016. Markmið hátíðarinnar var að efla menningarstarf barna og unglinga í borginni. Breiðholtsskóli tók þátt í verkefninu og af því tilefni var sett upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi með þátttöku nemenda í 3. bekk, alls þrír hópar. Var þetta samstarfsverkefni umsjónarkennara og listgreinakennara. Einnig naut  skólinn aðstoðar foreldra varðandi búninga og eldri nemenda við förðun og upptöku.  Sýndar voru sex sýningar fyrir foreldra, nemendur skólans og leikskóla í Breiðholti. Segja má að verkefnið hafi tekist vel ef marka má góðar viðtökur og nemendur verið skólanum til sóma. Þess má geta að yfirvöld skólans hafa lagt sitt að mörkum við endurbætur á lýsingu og hljóðkerfi í hátíðarsal sem setur sinn svip á verkefnið.

Prenta | Netfang

Vinir í nýju landi

Þessa viku eru nemendur 8. bekkjar að vinna verkefni sem við köllum „Vinir í nýju landi“ og það er óhætt að segja að verkefnið fór mjög vel af stað.  Í gær fengum við góða gesti frá Rauða krossinum með verkefnið  „Vertu næs – fordóma eða fjölbreytileiki“ Gestirnir náði mjög vel til nemenda og vöktu  marga til umhugsunar. Í dag fengum við nýja gesti frá Póllandi og Kólumbíu sem sögðu nemendum frá reynslu sinni um hvernig væri að flytja í nýtt land. Verkefninu mun svo ljúka á föstudaginn með sýningu þar nemendur sýna afrakstur vikunnar.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...