Prenta

Gleðilegt sumar

Ritað .

Starfsfólk Breiðholtsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á liðnu skólaári.

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 27. júní til 11. ágúst.
Skólasetning að loknu sumarleyfi verður föstudaginn 22. ágúst 2014.

Prenta

Útskrift og skólaslit 2014

Ritað .

Útskrift 10. bekkjar Skólaslit 8. og 9. bekk Skólaslit 1. - 7. bekk
 10. bekkur  8. - 9. bekkur  1. - 7. bekkur
Föstudaginn 6. júní útskrifuðust 10. bekkingar við hátíðlega athöfn á sal skólans. Ávörp fluttu skólastjóri, fulltrúi nemenda og fulltrúi foreldra, nemendur sáu um tónlistaratriði, veittar voru viðurkenningar fyrir námsárangur, kennarar sungu fyrir nemendur og að lokum var sest að veisluborði þar sem foreldrar lögðu til veisluföng. Glæsileg og ánægjuleg athöfn að vanda.     Hér er bragurinn sem sunginn var.
Þriðjudaginn 10. júní fóru fram skólaslit í 1. – 9. bekk. Eftir ávarp skólastjóra og fjölbreytt dagskráratriði sem nemendur sáu um voru prófskírteini afhent og nemendur fengu kærkomið sumarfrí.

Prenta

Skólaslit

Ritað .

Föstudagur  6. júní
Útskrift 10. bekkjar kl. 18:00 - 20:00

Þriðjudagur 10. júní
1. - 3. bekkur kl.  8:30
4. - 7. bekkur kl. 10:00
8. - 9. bekkur kl. 11:30

Prenta

Sinfónían og skólahljómsveitin

Ritað .

Synfóníuhljómsveitin og Skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts
Það var söguleg og hátíðleg stund fyrir nemendur og stafsmenn í Breiðholtsskóla í dag er Sinfóníuhljómsveit Íslands og Skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts buðu til tónleika í íþróttasal skólans. Þar var leikið af mikilli list.

Tónleikarnir eru liður í samstarfsverkefni Sinfóníhljómsveitarinnar og skólahljómsveita í Reykjavík. Vel tókst til með þessa samvinnu og útkoman varð einkar glæsilegir tónleikar með fjölbreyttri efnisskrá sem höfðaði greinilega til hinna ungu áheyrenda. Leikin var bæði klassísk tónlist og dægurlög m.a. Rock me, Mama mia, Óðurinn til gleðinnar, Eye of the Tiger, Na na hey hey og Hamingjan er hér.

Við í Breiðholtsskóla erum stolt af að hafa fengið að halda þessa fyrstu samstarfstónleika og viljum þakka Sinfóníunni, Skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts og ekki síst Snorra Heimissyni skólastjóra og kennurum skólasveitarinnar. Myndir

Prenta

UNICEf - hlaup

Ritað .

Í morgun tóku nemendur í 1. – 5. bekk þátt í hlaupi til styrktar bágstöddum börnum. Hlaupið er hluti af grunnskólaverkefni á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem nefnist UNICEF-hreyfingin. Með þátttöku gefst börnunum tækifæri til að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna víða um heim og með hollri hreyfingu að safna fé fyrir starf UNICEF í þágu barna í fátækari ríkjum heims.
Söfnunin tókst vel. Hér má sjá myndir frá hlaupinu.

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn