Prenta

Sýning leiklistarsmiðju

Ritað .

Það var mikil gleði og hlátur á sal þegar nemendur úr 6. og 7. bekk  í leiklistarsmiðju hjá Dóru buðu öllum nemendum 1. til 7. bekkjar til leiksýningar. Á fjölunum var frumsamið efni, leikið og dansað og var frammistaðan flytjendum til mikils sóma. Áhorfendur þakka fyrir sig.  Myndir

Prenta

Stuttmyndagerð í 9. bekk

Ritað .

Stuttmyndagerð í 9. bekkÞessa viku hefur 9. bekkur unnið að stuttmyndagerð. Handritin voru gerð fyrir jól en tökur og klipping þessa viku. Þrír skólar í Breiðholti taka þátt í þessu verkefni, Breiðholts-, Hólabrekku- og Ölduselsskóli. Í febrúar verður svo stuttmyndahátíð haldin í SAM bíóunum þar sem sýnishorn úr myndunum verða sýnd og verðlaunaafhending fer fram. Myndir

Prenta

Þrettándinn

Ritað .

Við óskum nemendum og starfsfólki gleðilegs nýs árs og bjóðum alla velkomna til starfa, vonandi endurnærða og velhaldna eftir gott jólafrí.

Í dag er þrettándinn, síðasti dagur jóla. Sjá fróðleik um þorrann og þrettándagleði á nams.is

Prenta

Jólakveðja

Ritað .

Jólaveður - mynd eftir Nadíu í 5.OGG
Jólaveður eftir Nadíu í 5.OGGStarfsfólk Breiðholtsskóla sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökk fyrir samstarfið á árinu.


Skóli hefst á ný mánudaginn 5. janúar 2015 samkvæmt stundatöflu.

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn