Prenta

Norræna skólahlaupið 2014

Ritað .

Breiðholtsskóli tekur þátt í Norræna skólahlaupinu eins og undanfarin ár og mun hlaupið fara fram fimmtud. 2. október. Hlaupinn verður svokallaður Bakkahringur og geta þátttakendur valið sér vegalengd 2,5 km, 5 km, 7,5 km eða 10 km allt eftir aldri og getu.
Æskilegt er að nemendur klæðist réttum fatnaði fyrir hlaupið.

Prenta

Ferð til Tékklands

Ritað .

20140925 125614Þær Anna Lilja, Guðrún, Laufey og Lilja í 9. bekk eru á leið til Humpolec í Tékklandi um helgina. Þar munu þær taka þátt í Comeniusarverkefni ásamt skólum frá Portúgal, Danmörku og auðvitað Tékklandi. Að undanförnu hafa þær ásamt fleiri nemendum unnið að undirbúningi kynningar sem þær taka þátt í þar, þær munu segja frá og sýna myndir af stærstu eldgosum á Íslandi síðustu 100 árin, vinsælum íþróttum á Íslandi, skemmtilegum stöðum í Reykjavík ásamt ýmsu öðru kynningarefni sem þær hafa búið til. Þær dvelja á tékkneskum heimilum og taka þátt í skólalífinu líka.

Prenta

Umferðarmerkin

Ritað .

Smella hérMyndir
Á degi náttúrunnar kannaði 2. bekkur umferðarmerkin.
Markmiðið var að:
- skoða umferðarmannvirki og merki í nærumhverfi
- skoða ólík form í umferðarmerkjunum
- verða meðvituð um umferð og hættur tengdri henni
- fræðast um umferðarlögin
Við byrjuðum á því að fá fyrirlestur á sal og fræddumst heilmikið um umferðamerki og endurskin. Svo fórum við

Prenta

Náttúruskoðun

Ritað .

Á degi íslenskrar náttúru fóru börning í 1. bekk upp á Bakkatún. Þar fengu þau fyrirmæli á spjöldum um ýmislegt sem þau áttu að finna í náttúrunni. Þau unnu tvö og tvö saman og var mikið spáð og spekúlerað í hvað væri t.d. mjúkt, langt, fallegt, kringlótt, rusl o.fl. Það er margt hægt að finna í náttúrunni. Að endingu fór allur hópurinn og lék sér á róló. Myndir

Prenta

Dagur náttúrunnar

Ritað .

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. sept. ár hvert. Við í skólanum brugðumst við hvatningu um að staldra við á þessum degi, njóta náttúrunnar, virða hana fyrir okkur, velta fyrir okkur fjölbreytileikanum og átta okkur á gildi hennar og mikilvægi þess að hlúa að henni.
Þema dagsins í Breiðholtsskóla var „náttúran í nærumhverfi okkar“ Nemendur skólans tóku þátt í fjölbreyttum verkefnum í tilefni dagsins og nutu útiverunnar í góða veðrinu. Unglingadeildarnemendur tóku tíu áskorunum frá kennurum um að kanna náttúruna í Elliðaárdal og skiluðu síðan niðurstöðum á tölvutæku formi. Myndir

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn