Prenta

Skólaball hjá 6. og 7. bekk

Ritað .

Miðvikudaginn 15. október stóð nemendaráð fyrir góðu balli með frábæIMG 2436IMG 2431IMG 2428rum krökkum. Þeir foreldrar sem lánuðu okkur tíma sín og eyru eiga góðar þakkir skilið.

Prenta

DJ keppni

Ritað .

Mánudaginn 27. október hefst DJ keppni hjá nemendum í 8. - 10. bekk og lýkur henni mánudaginn 3. nóvember. Alls eru 6 hópar skráðir í  keppnina. Hver hópur fær 20 mín. til umráða. Kosning verður svo miðvikudaginn 5. nóvember í fyrstu frímínútum.

Prenta

Leiklistarsmiðja

Ritað .

Nemendur í leiklistarsmiðju hafa verið duglegir að semja og setja upp leikrit. Leiklistarnemendur úr 6. og 7. bekk sömdu og sýndu leikritið Flækju sem fjallar um einelti. Í sýningunni var sungið og dansað en nemendur sömdu sjálfir dansana.
Leikrit nemenda úr 4. bekk nefnist Dótabúðin en ævintýrið um Búkollu var viðfangsefni nemenda úr 3. bekk. Leikritin hafa þeir svo sýnt á sviði hátíðarsalar skólans og boðið skólafélögum og foreldrum á sýningarnar. Áhorfendur skemmtu sér konunglega og hylltu leikara með kröftugu lófataki.
Myndir

Prenta

Göngu og hlaupi lokið

Ritað .

10 km hlauparar10km hlaupariÍ dag lauk formlega átakinu Göngum í skólann.
Einnig fór Norræna skólahlaupið fram í dag. Allir bekkir skólans tóku þátt. Hlaupin var Bakkahringurinn sem er 2,5 km. Nemendur hlupu mismarga hringi allt eftir aldri og getu og stóðu sig frábærlega vel. Þeir allra hörðustu hlupu fjóra hringi en það eru 10 km. Á myndunum hér að ofan má sjá þá sem fyrstir luku fjórum hringjum, þá Daníel og Viktor í 9.bk og Söru í 10.bk. Fleiri myndir frá hlaupinu.

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn