Prenta

Lestur

Ritað .

Í IMG 3824Breiðholtsskóla leggjum við mikla áherslu á að allir lesi sem mest og á safni skólans er mikið úrval af skemmtilegum bókum. Ibtisam er í "Drekaklúbbnum" og er orðin drekameistari af 1. og 2. gráðu. Hún á eftir að ljúka 3. gráðunni þar sem erfiðustu bækurnar um dreka eru. Allir eru velkomnir í drekaklúbbinn til að lesa bækur um dreka.

Við hvetjum líka foreldra til að lesa með börnunum sínum og lesa líka fyrir þau.

 

Prenta

Þróunarstarf í læsi

Ritað .

Breiðholtsskólakennarar - útskrift ByrjendalæsiHópur kennara á yngsta stigi hefur verið í starfsþróunarnámi í Byrjendalæsi sem er sú kennsluaðferð sem lögð er til grundvallar í lestrarkennslu í Breiðholtsskóla. Starfsþróunin tekur til tveggja ára. Á þeim tíma fá kennarar kennslu og öflugan stuðning við að tileinka sér aðferðina. Af þeim hópi kennara sem sjá má á myndinni luku þrír starfsþróunarnáminu sl. vor en hinir munu halda áfram náminu fram á næsta vor.

Prenta

Skólasetning

Ritað .

skolasetn 1b 1Í morgun mættu nemendur 1. bekkjar á skóla- setningu í Breiðholtsskóla síðan hófst fyrsti skóladagurinn hjá þeim. Eldri nemendur mættu fyrir helgi á skólasetningu. Á skólasetningu fór skólastjóri yfir endurnýjun á búnaði og endurbætur á húsnæði og lóð skólans. Vetrarstarfið var kynnt og þau þróunarverkefni sem skólinn tekur þátt í. Skólastjóri bauð nemendur og foreldra/forráðamenn velkomna í skólann.
Myndir frá skólasetningu í 1. bekk  / frá skólasetningu í 2. til 10. bekk

Prenta

Skólabyrjun haustið 2014

Ritað .

Skólasetning verður föstudaginn 22. ágúst og eiga nemendur að mæta í skólann sem hér segir:

2. - 4. bk.  klukkan 13:00

5. - 7. bk.  klukkan 14:00

8. - 10. bk. klukkan 15:00

Kennsla í 2. - 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Nemendur sem eru að fara í 1. bekk  og foreldrar þeirra fá viðtalsboðun og mæta í viðtal til kennara fimmtudaginn 21. ágúst og föstudaginn 22. ágúst. Skólasetning er síðan fyrir nemendur í 1. bekk mánudaginn 25. ágúst kl. 8:30 í hátíðarsal skólans og kennsla hefst að henni lokinni.

 

Prenta

Gleðilegt sumar

Ritað .

Starfsfólk Breiðholtsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á liðnu skólaári.

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 27. júní til 11. ágúst.
Skólasetning að loknu sumarleyfi verður föstudaginn 22. ágúst 2014.

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn