Prenta

Páskaleyfi

Ritað .

Starfsfólk Breiðholtsskóla sendir öllum nemendum og fjölskyldum þeirra ósk um

GLEÐILEGA PÁSKA!

Kennsla hefst á ný eftir páska
þriðjudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá.

Prenta

Lína langsokkur

Ritað .

Lína langsokkur í BreiðholtsskólaHún Lína langsokkur, serkasta stelpa í heimi, er ekki bara mætt á sviðið í Borgarleikhúsinu heldur hafa börnin í 4. bekk, sem eru í leiklistarvali hjá henni Dóru, samið eigin útgáfu af þessu vinsæla leikriti. Það er óhætt að segja að þeim hefur tekist vel upp. Áhorfendur, sem voru börnin í 1., 2. 3. og 4. bekk, voru mjög ánægðir enda leikritið bráðskemmtilegt og sérlega vel flutt og leikið hjá leikurunum ungu.
Myndir úr sýningunni.

Prenta

Sólmyrkvi - Breiðholtsskóli á mbl.is

Ritað .

Mynd af mbl.isSjá myndskeið og frétt af Breiðholtsskólabörnum virða fyrir sér sólmyrkvann á mbl.is

Hér eru svo myndir sem starfsmenn skólans tóku á skólalóðinni þegar sólmyrkvinn stóð yfir.

Prenta

Skólahljómsveitin og sinfó

Ritað .

>Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts með Sinfóníuhljómsveit ÍslandsÞað var líf og fjör í Eldborgarsal Hörpu þegar skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Salurinn var þétt setinn börnum úr 2. og 3. bekk Breiðholtsskóla, Árbæjarskóla, Ártúnsskóla, Hólabrekkuskóla og Fellaskóla. A-, B- og C- sveitir skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts léku með sinfóníunni en þær hafa verið að æfa með henni í vetur. Þetta var því stór dagur fyrir skólahljómsveitina og lokahnykkur á samstarfi hennar við sinfóníuna í vetur. Skólahljómsveitin mun halda áfram samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina næsta vetur.  Eftir tónleikana var börnunum boðið upp á ávexti og líflegan dans við undirleik sinfóníunnar á svölum Hörpunnar. Sjá myndir

Prenta

Sólmyrkvi 2015

Ritað .

Stjörnufræðivefurinn - sólmyrkvi 2015Föstudaginn 20. mars verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá landinu öllu. Í tilefni myrkvans færa Stjörnusk.fél. Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá grunnskólanemendum sólmyrkvagleraugu svo allir geti fylgst með á öruggan hátt. Þú finnur allt um sólmyrkva á Stjörnufræðivefnum

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn