Prenta

Keppni á tveimur stöðum í kvöld

Ritað .

Mikið stendur til hjá unglingadeildum Breiðholtsskóla. Skólinn á lið í tveimur úrslitakeppnum sem fram fara í kvöld, miðvikudaginn 22. apríl. Annars vegar lið íþróttamanna í Skólahreysti og hins vegar tónlistarmenn sem taka þátt í Reykjavík Got Talent. Bæði lið skipa að sjálfsögðu hæfileikaríkir nemendur.
Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll og verður sent beint út frá keppninni á RÚV kl. 19:00. Rúta fer frá skólanum kl. 18:20 með stuðningsmenn úr 8. til 10. bekk. Keppendur eru Eyrún Inga, Díana Sif, Sveinn Brynjar í 10. bk og Viktor Rafn í 9. bk. Varamenn eru Hafþór Pálmi 9. bk og Íris Brynja 10. bk.
Reykjavík Got Talent fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur kl 19:00. Hér má sjá nánari upplýsingar um keppnina. Fyrir hönd Breiðholtsskóla taka þátt þeir Heimir Steinn í 10. bk og Halldór Ingi í 9. bk.
Við óskum öllu okkar fólki góðs gengis í kvöld!

Prenta

Karíus, Baktus, Jens og vinir hans

Ritað .

Framlag Breiðholtsskóla til Barnamenningarhátíðar 2015Framlag Breiðholtsskóla til Barnamenningarhátíðar var flutt í gær í hátíðarsal skólans. Leiklistarsmiðja í 6. og 7. bekk flutti leikrit byggt á sögunni um Karíus og Baktus. Vel þótti til takast og til sögunnar var nefnd mikil leikgleði, skýr og góð framsögn, hugvitsamleg leikmynd og tæknileg notkun á hljóði. Salurinn var þéttskipaður gestum; nemendum, leikskólabörnum og foreldrum.
Menn voru sammálu um að Dóra kennari ætti heiður skilinn fyrir framlag sitt til leiklistar í skólanum. Myndir

Prenta

Heilsuvika

Ritað .

Heisluvika í BreiðholtsskólaMarkmiðið með heilsuvikunni sem lauk í dag var að vekja nemendur til umhugsunar um mikilvægi hollrar fæðu og hæfilegrar hreyfingar. Boðið var upp á hafragraut á morgnana, í öllum stofum var vatn á boðstólnum og reynt var að stunda hreyfingu á hverjum degi, ýmist í kennslustofum eða úti á skólalóð. Í dag fóru svo allir út að ganga og var genginn einn „Bakkahringur“. Myndir

Prenta

Barnamenning í Breiðholtsskóla

Ritað .

Leiklist í Breiðholtsskóla á Barnamenningarhátíð 2015Framlag Breiðholtsskóla til Barnamenningarhátíðar er sýning drengjanna í leiklistasmiðju 6. og 7. bekkja. Þeir sýna leikritið um Karíus, Baktus, Jens og vini hans þar sem bæði er tekið á ofáti á sætindum og ofnotkun á tölvum, leikið, dansað og sungið. Sýningin verður í hátíðarsal Breiðholtsskóla þriðjudaginn 21. apríl kl. 10:30.

Allir eru velkomnir á viðburði Barnamenningarhátíðar sér að kostnaðarlausu en hátíðin fer fram víðsvegar um Reykjavík dagana 21. til 26. apríl 2015.
Sjá dagskrá http://www.barnamenningarhatid.is/dagskra

Prenta

Skólahreysti í 5. til 7. bekk

Ritað .

Skólahreystikeppni í 5. til 7. bekk hefur farið fram. Árgangarnir kepptu sín á milli. Hvatningarspjöld og hvatningarhróp settu skemmtilegan svip á keppnina. Krakkarnir lögðu sig alla fram og stóðu sig eins og hetjur. Fór þó svo að lokum að 7. bekkur stóð uppi sem sigurvegari. Myndir

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn