• thema1
  • thema10
  • thema11
  • thema13
  • thema2
  • thema3
  • thema4
  • thema5
  • thema6
  • thema7

Nýtt nafn á fréttabréf Breiðholtsskóla

Í október og nóvember var efnt til nafnasamkeppni um nýtt nafn á fréttabréf Breiðholtsskóla. FJölmargar tillögur að nafni barst og úr vöndu var að velja. Dómnefnd sem skipuð var fjórum starfsmönnum og tveimur nemendum hefur nú lokið störfum. Nafnið Holtið var valið sem nýtt nafn á fréttabréfið en sú tillaga barst frá Margréti Sólmundsdóttur. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í samkeppninni og óskum Margréti til hamingju með sigurinn. 

Prenta | Senda grein

Slökkviliðsmenn í heimsókn

Slökkviliðsmenn  komu í heimsókn í síðustu viku og kynntu fyrir nemendum í 3. og 4. bekk eldvarnir í heimahúsum. Börnin fengu að skoða slökkvibíl og sjúkrabíl og voru líka frædd um tæki og tól sem slökkviliðsmenn nota í bílum sínum. Eftir kynninguna hrósuðu þeir börnunum fyrir hvað þau voru stillt og hlustuðu vel og gáfu þeim bæklinga og sögubókina Brennuvargur. Aftast í henni er getraun sem á að skila til umsjónakennara  ekki seinna en föstudaginn 27. nóvember.

Prenta | Senda grein

Skákmót fyrir stúlkur

chess 145184 640

Stúlkur, takið eftir.

Hið árlega stórskemmtilega skákmót um Þorvaldarbikarinn verður haldið mánudaginn 23. nóvember í stofu 30. Mótið hefst klukkan 16:00. Sigurvegarinn hlýtur bikarinn í eitt ár. Auk þess verða verðlaunapeningar til eignar fyrir 3 efstu sætin, gull, silfur og brons.

Mætum allar!

 

Prenta | Senda grein

Þemadagar og opið hús í dag 13. nóvember

Þessi vika er svo sannarlega búin að vera viðburðarík í Breiðholtsskóla en þemadagar hafa verið á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Þemað að þessu sinni var helgað kvenrithöfundum í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna í Íslandi.
Á miðstigi var nemendum skipt í átta hópa og unnu hóparnir að fjölbreyttum verkefnum. Þrír hópanna unnu með sögur og bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfund, en hún kom í heimsókn fyrsta þemadaginn og vann með nemendum og kennurum. Einn hópur vann myndverkefni um söngkonuna Andreu Gylfadóttur. Tveir hópar unnu að gerð bókakápa og bókarmerkja út frá ritverkum Sigrúnar Eldjárn. Einn hópur bjó til sjónvarpsauglýsingar fyrir bækur og einn hópurinn setti upp leikritið „Óvitar“ eftir Guðrúnu Helgadóttur. Sýning á leikritinu verður föstudaginn 13. nóvember kl. 12:15.

Lesa meira

Prenta | Senda grein

Fleiri greinar...

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn