Prenta

Samtalsdagur 30. september

Ritað .

Samtalsdagur verður í Breiðholtsskóla miðvikudaginn 30. september nk. Þá hitta umsjónarkennarar nemendur og foreldra/forráðamenn þeirra og ræða saman um líðan og námsframvindu nemenda.

Skráning í viðtalstímana fer fram á Mentor og skrá foreldrar/forráðamenn sjálfir eigin viðtalstíma á þeim tíma sem þeim hentar. Opnað hefur verið fyrir skráningar. Undir Foreldravefur er krækja til að skrá viðtalstíma. Viðtalstímar þeirra sem eru með túlkaþjónustu hafa þegar verið skráðir.

Prenta

Samræmd könnunarpróf

Ritað .

Samræmd könnunarpróf fara fram í þessari viku í 4., 7. og 10. bekk og eru á eftirfarandi dögum:

  • mánudagur 21. september, 10. bekkur, íslenska
  • þriðjudagur 22. september, 10. bekkur, enska
  • miðvikudagur 23. september, 10. bekkur, stærðfræði
  • fimmtudagur 24. september, 4. og 7. bekkur, íslenska
  • föstudagur 25. september, 4. og 7. bekkur, stærðfræði

 

Prenta

Vettvangsferð í 5. bekk

Ritað .

Í vikunni fóru nemendur 5. bekkja að Vífilsfelli að vitja um trjáplöntur sem þeir gróðursettu síðastliðið vor. Verkefnið er á vegum samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og markmið ferðarinnar  var að athuga lifun og vöxt plantnanna eftir fyrsta sumarið. Nemendur mældu hæð og mátu útlit plantnanna. Þeir nutu útiverunnar í einstakri blíðu, tíndu ber og áttu nestisstund í berjamó.

 Í framhaldinu vinna þeir með þær tölulegu upplýsingar sem söfnuðust. 

Prenta

Stelpur filma !

Ritað .

20150915 0918211Sextíu og sex 13 - 14 ára stelpur úr 11 grunnskólum í Reykjavík eru þessa vikuna að læra kvikmyndagerð út í Norræna húsinu og fá kennslu af þeim allra bestu í íslenskum kvikmyndabransa og í þeim hópi eru 6 stelpur héðan úr 9. bekk. Þær ætla að gera stuttmyndir sem verða sýndar í kvikmyndahúsi í lok september fyrir fjölskyldu og vini. Námskeiðið er á vegum skóla- og frístundasviðs og Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF.

Kennarar eru Áslaug Einarsdóttir stofnandi Stelpur rokka!, Baltasar Kormákur leikstjóri, Elísabet Ronaldsdóttir klippari, Ísold Uggadóttir leikstjóri og Margrét Örnólfsdóttir leikstjóri. Erla Stefánsdóttir, frá Mixtúru-Margmiðlunarveri skóla- og frístundasviðs, sér um tæknilega kennslu og Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Stelpur filma!, verður með jafnréttisfræðslu. Einnig munu óvæntir gestir mæta á námskeiðið. Hér er myndband frá fyrsta degi

Stelpur filma! er haldið í fyrsta skipti í ár í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna á Íslandi en er hugsað til framtíðar. Námskeiðið er liður í því að rétta af þá kynjaskekkju sem skekkir kvikmyndagerð á Íslandi. Með Stelpur filma! er stuðlað að því að leiðrétta þennan kynjahalla og bjóða upp á rými þar sem stelpur eru hvattar til kvikmyndagerðar með því að fá næði til að þroska sína hæfileika og spegla sig í sterkum fyrirmyndum, spreyta sig í kvikmyndagerð, kynnast öðrum stelpum og prófa að búa til bíó.

Prenta

Göngum í skólann 2015

Ritað .

heimasheimas2

Nú er hafið í níunda sinn átaksverkefnið Göngum í skólann. Breiðholtsskóli tekur þátt í verkefninu en markmið þess er að hvetja alla til aukinnar hreyfingar með því að velja virkan ferðamáta, s.s. að ganga, hlaupa, hjóla eða nota línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er bæði líkamlegur sem andlegur og þar auki umhverfisvænn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um verkefni vefsíðu verkefnisins www.gongumiskolann.is  

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn