Prenta

Brunaæfing

Ritað .

Í gær fór fram brunaæfing í skólanum þar sem farið var eftir rýmingarráætlun skólans ef upp kæmi eldur. Þegar brunabjallan hringdi söfnuðu kennarar/ starfsmenn bekkjum sínum saman, fóru öruggustu rýmingarleiðina út úr skólanum og komu sér fyrir á söfnunarsvæðinu á lóðinni sunnan við skólann. Þá fór fram nafnakall og gengið úr skugga um að allir væru komnir út. Æfingin gekk hratt og vel fyrir sig. Nú verður unnið að því að fara yfir atburðinn og læra af því sem hugsanlega hefði mátt betur fara. Myndir

Prenta

Áss mótið

Ritað .

Munið !!!!!         Áss –mótið í skák á morgun fimmtudag kl 16:00 í stofu 40.

Prenta

Slökkviliðið í heimsókn

Ritað .

Slökkviliðið heimsótti 3. bekkinga í síðustu viku og fræddi þá um eldvarnir. Að fræðslu lokinni fóru allir út og skoðuðu slökkvibílinn. Nemendur voru mjög áhugasamir um eldvarnirnar, fylgdust vel með og spurðu margra spurninga.

Prenta

Skákmót stúlkna

Ritað .

sigurverari2 2014 076Hið árlega skákmót stúlkna um Þorvaldarbikarinn fór fram 20.11. í stofu 40 í Breiðholtsskóla. Voru keppendur sérlega prúðir og yfirvegaðir og tóku sigrum og ósigrum með stakri ró. Má segja að leikgleðin hafi einkennt hópinn frá byrjun til enda.

Að þessu sinni bar Katrín Guðný Ágústsdóttir 7. BL sigur úr býtum . Hlaut hún bikarinn til varðveislu í eitt ár auk gullverðlaunapenings.

Í öðru sæti varð Snædís Birna Árnadóttir 8. Bekk, hlaut hún silfurverðlaunapening , 3. sætið hlotnaðist Þórönnu Vigdísi Sigurðardóttur 8. bekk og er hún þar með bronsverðlaunahafi..Að móti loknu fór fram verðlaunaafhending og myndataka .

 

Prenta

Góð gjöf - sérkennslugögn

Ritað .

Styrktarfélag barna með einhverfu hefur fært skólanum rausnarlega gjöf. Félagið stóð fyrir söfnun sem fór fram með átakinu ,,Blár apríl” og með áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni. Safnað var fyrir sérkennslugögnum fyrir börn með einhverfu á yngsta stigi grunnskóla. Sérkennslugögnin sem voru afhent eru kúlusessur og heyrnarhlífar. Hópur barna úr 2. bekk veitti gjöfinni viðtöku. Við færum styrktarfélaginu bestu þakkir fyrir.

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn