Prenta

Skólastarf hafið

Ritað .


skolab 1.b2.b

47. skólaár Breiðholtsskóla er nú farið af stað og allir nemendur búnir að hitta kennara sína. Nú í vetur verður boðið upp ýmsar nýjungar m.a. tónmenntakennslu í yngstu árgöngunum . Veðrið leikið við okkar þessa fyrstu daga og nemendur hafa notið þess að leika sér úti í frímínútum.

Þjóðarátak í læsi fór af stað í byrjun skólaárs sem  Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hóf með því að undirrita sáttmála við borgarstjóra fyrir hönd Reykjavíkur og mikilvægi þess að vera vel læs. Búið er að kynna það fyrir flestum nemendum skólans. Nemendur hafa og  hlustað á lagið Það er gott að lesa. Foreldrar gegna mjög mikilvægu hlutverki í þessu átaki og við hvetjum þá fylgja þessu átaki fast á eftir og hlusta á börnin lesa á hverjum degi og lesa líka fyrir þau.

lesa

 Hér geturðu hlustað á lagið.

Prenta

Skólasetning 2015

Ritað .

Nemendur og foreldrar í Breiðholtsskóla eru boðnir hjartanlega velkomnir á skólasetningu skólans mánudaginn 24. ágúst á eftirfarandi tímum:

2. - 4. bekkur kl. 9:00

5. - 7. bekkur kl. 10:00

8. - 10. bekkur kl. 11:00

Nemendur sem eru að fara í 1. bekk og foreldrar þeirra fá viðtalsboðun og mæta í viðtal hjá umsjónarkennara föstudaginn 21. ágúst eða mánudaginn 24. ágúst. Skólasetning er síðan fyrir 1. bekk þriðjudaginn 25. ágúst kl. 8:30 í hátíðarsal skólans og kennsla hefst að henni lokinni.

Móttaka nýrra nemenda í 2. - 10. bekk fer fram á sal skólans fimmtudaginn 20. ágúst kl. 14:00.

 

Prenta

Sumarleyfi og lokun

Ritað .

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 29. júní til 10. ágúst.
Skólasetning að loknu sumarleyfi verður mánudaginn 24. ágúst 2015

Prenta

Útskrift og skólaslit 2015

Ritað .

utskrift15Miðvikudaginn 10. júní útskrifuðust 10. bekkingar við hátíðlega athöfn á sal skólans. Ávörp fluttu skólastjóri, fulltrúi nemenda og fulltrúi foreldra. Nemendur sáu um tónlistaratriði, spiluðu á píanó, gítar, sungu og dönsuðu. Þá fengu nemendur viðurkenningar fyrir námsárangur, kennarar sungu fyrir nemendur og að lokum var sest að veisluborði þar sem foreldrar lögðu til veisluföng. Glæsileg og ánægjuleg athöfn að vanda. Sjá myndir frá útskriftinni.

Þennan sama dag voru skólaslit hjá 1. – 9. bekk. Þar flutti skólastjóri ávarp, nemendur sáu um fjölbreytt dagskráratriði og prófskírteini afhent. 

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn