Prenta

Sumarleyfi og lokun

Ritað .

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 29. júní til 10. ágúst.
Skólasetning að loknu sumarleyfi verður mánudaginn 24. ágúst 2015

Prenta

Útskrift og skólaslit 2015

Ritað .

utskrift15Miðvikudaginn 10. júní útskrifuðust 10. bekkingar við hátíðlega athöfn á sal skólans. Ávörp fluttu skólastjóri, fulltrúi nemenda og fulltrúi foreldra. Nemendur sáu um tónlistaratriði, spiluðu á píanó, gítar, sungu og dönsuðu. Þá fengu nemendur viðurkenningar fyrir námsárangur, kennarar sungu fyrir nemendur og að lokum var sest að veisluborði þar sem foreldrar lögðu til veisluföng. Glæsileg og ánægjuleg athöfn að vanda. Sjá myndir frá útskriftinni.

Þennan sama dag voru skólaslit hjá 1. – 9. bekk. Þar flutti skólastjóri ávarp, nemendur sáu um fjölbreytt dagskráratriði og prófskírteini afhent. 

Prenta

Lokaverkefni

Ritað .

vatn1vatn2 

4. júní kynntu nemendur í 10. bekk lokaverkefni sín fyrir foreldrum og gestum. Þó öll verkefni nemenda tengdust vatni voru þau mjög ólík og sýndu nemendur vefsíður, stuttmyndir, líkön, tilraunir og bæklinga. Kynningar hjá öllum hópunum tókust mjög vel og margir nefndu að viðhorf þeirra til vatns hefði breyst. Ennfremur settu nemendurnir upp kynningabása þar sem gestir gátu kynnt sér efnið enn betur og spjallað við höfundana. Hér er hægt að skoða verkefni nemenda.

Vatnsaflvirkjanir Ísak, Eldar og Guðbjörn

Bláa lónið Sara og Rína

Snóflóð Nick, Janus og Andri

Goshverir Ebru og Karítas

Veðurfar Charla og Andrea

Drykkjarvatn Eyrún, Hekla og Jóna

Áhrif salts á vatn Sveinn, Heimir og Óskar

Flóðbylgjur Skúli, Kjartan og Steinar

Suður - Súdan Díana, Íris og Harpa

Mengun sjávar Anna, Anja og Védís

Vatn á öðrum plánetum Hinrik, Aron og Kamil

Vatnsaflvirkjanir Stefanía og Ástdís

Sómalía Ásmundur, Garðar og Dovydas

Náttúruhamfarir Agnes og Lilja Mist

Hvernig tengist vatn mannslíkamanum  Birta og Þórhildur

Tsunami Asmita og Ásdís

 

Prenta

Kynning á lokaverkefni í 10. bekk

Ritað .

lokaverkefni 3Nemendur í 10. bekk hafa undanfarnar vikur unnið rannsóknarverkefni sem tengist vatni og hefur verið mjög gaman að fylgjast með þeim.

Fimmtudaginn 4. júní  munu nemendur kynna afrakstur þessarar vinnu fyrir foreldrum og öðrum gestum. Verkefnið tengist flestum námsgreinum og hafa margir nemendurnir lagt mikla vinnu í að afla sér þekkingar. Það verður því fróðlegt að sjá og hlusta á kynningar þeirra.

Kanntu brauð að baka?

Eða viltu elda góðan mat?
Líttu þá á uppskrifta-
síðurnar úr heimilisfræðinni

Heilsuvefurinn 6h

Margt að skoða fyrir foreldra,
unglinga og börn